FISH&CHIPS

Ljúffengur fiskur og franskar

Staðsetning og opnunartímar

Staðsetning og opnunartímar

ISSI – FISH & CHIPS er staðsett á Fitjum í Reykjanesbæ og víðar – við erum oft á ferðinni

Matseðill

Matseðill

Líttu á matseðilinn okkar – einstaklega ljúffengur fiskur, franskar og fleira

Við erum á ferðinni

Við erum á ferðinni

Ertu með veislu eða mannfagnað?
ISSI kemur með veisluna til þín – kynntu þér hvað við getum gert fyrir þig

VANDAÐ VAL Á HRÁEFNI

Fiskurinn okkar


Allur fiskur sem við notum er frá Þorbirni í Grindavík, sérvalinn og sjófrystur  – við göngum að gæðunum vísum hjá Þorbirni.

HEYRÐU HVAÐ ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR SEGJA

Umsagnir viðskiptavina


Matseðill


Léttur skammtur
1.750 kr.

Klassískur skammtur
2.370 kr.

Stór skammtur
3.190 kr.

Issaborgari
2.370 kr.

Sósa fylgir hverjum skammti af Fish & Chips

Franskar 850 kr.
Rjómaís 660 kr.
Sósa 280 kr.
Poki 50 kr.
Gos 360 kr.
Vatn 300 kr.
Svali 200 kr.
Viking 460 kr.

Verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur

Ertu á hraðferð?


Það tekur ekki nema

0 sekúndur

að steikja fiskinn

ISSI KEMUR MEÐ VEISLUNA TIL ÞÍN

Issi á ferðinni


Matarvagninn okkar er alltaf á ferðinni. Ef þú ert að undirbúa afmælisveislu, brúðkaup, fermingu eða annan mannfagnað er tilvalið að bjóða gestum upp á Fish&Chips frá Issa.

Hafðu samband á issi@issi.is og við finnum saman út hvernig er best leysa málin.

Staðsetning og opnunartímar


Issi á Fitjum

í Reykjanesbæ


Opnunartímar:

11:00–20:00

alla daga vikunnar

Issi á Selfossi

við Byko


Opnunartímar:

11:30–19:30

virka daga

&
11:30–19:00

á laugardögum

Um okkur


Árið 1986 vorum við Hjördís og Issi á föstu og in love, bæði að ljúka námi í grunnskóla Grindavíkur, en svo lágu leiðir okkar í sundur. Tæpum tuttugu árum síðar fundum við hvort annað á ný og síðan þá hefur ekkert verið slegið af. Við byggðum hús, giftum okkur og fórum í skóla, ásamt því að stofna og standsetja fyrirtækið okkar. Með okkar menntun og reynslu í þjónustustörfum og matreiðslu létum við til skara skríða og stofnuðum formlega fyrirtækið Tralla ehf. (1/6 2016) hjá RSK, sem við höfum haldið opnu í nokkur ár í þeim tilgangi að gera eitthvað skemmtilegt; grípum tækifærin þegar þau gefast – eins og Fish & Chips. Og til gamans má geta að hann afi minn, Jón Kristjánsson, var fyrstur manna á Íslandi til að opna slíkan stað (þar til annað kemur í ljós). Var hann staðsettur á Akureyri, að Hafnarstræti 105, og hét Matarkjallarinn. Því miður brann hann árið 1942. Við fjölskyldan höfum þó ávallt gert svolítið grín að þessu en þannig var það að karlinn hann afi var víst á leið að skemmta sér með breskum hermönnum kvöldið sem bruninn átti sér stað og gleymdi að slökkva á pottinum. Nafnið á fyrirtækinu, Tralli, er svo nefnt eftir hundinum sem afi og amma áttu. Gaman að því. Við væntum þess að geta veitt góða þjónustu með gæða hráefni frá Þorbirni HF úr Grindavík en hér er hægt að sjá rekjanleika á fiskinum www.thorfish.is.

FYLGSTU MEÐ

Það ferskasta sem okkur dettur í hug

Nýjustu fréttir, ljósmyndir og fleira af því sem við erum að fást við.