issi.is

Welkomin, Þetta verður eitthvað

 Issi Fish & Chips er skemmtileg nýjung í matarmenningu Íslendinga, við notumst einungis við fyrsta flokks hráefni og leggjum hjarta okkar í  matreiðslu og þjónustu.

Allir velkomnir

Matseðill

Fish & Chips              1.890 ISK

Fish & Chips 1/2       1.350 ISK

Fish                                1.700 ISK

Extra Fish                      650 ISK

Franskar / Fries           650 ISK

Issa sósa                        250 ISK

Harðfiskur                  1.950 ISK

Gos / Soda                     290 ISK

Burn                                  490 ISK

Svali / Orange juice     150 ISK

Vatn / Water                   200 ISK

UM OKKUR

Árið 1986 vorum við Hjördís og Issi á föstu og in love. Bæði að ljúka námi í grunnskóla Grindavíkur, en fljótlega lágu leiðir okkar í sundur.

Tæpum 20 árum seinna fundum við hvort annað á ný og hefur ekkert verið slegið af í þeim efnum.

Byggt hús, gift okkur.   Farið í skóla, ásamt því að stofna og standsetja okkar fyrirtæki.  Með okkar menntun og reynslu í þjónustustörfum og matreiðslu létum við til skara skríða og opnuðum það formlega 01.06.2016 hjá RSK, fyrirtækið Tralli ehf. sem við höfum haldið opnu í nokkur ár í þeim tilgangi að gera eitthvað skemmtilegt og grípa tækifæri þegar það gefst, eins og Fish and chips.

Og til gamans má geta að hann afi minn Jón Kristjánsson var fyrstur manna á Íslandi að opna slíkan stað, (þar til annað kemur í ljós). Staðsettur á Akureyri að Hafnarstræti 105, hét hann Matarkjallarinn. Því miður brann hann 1942, og hefur alltaf verið gert svolítið grín af þessu í fjölskyldunni því að karlinn hann afi, var víst að fara skemmta sér með breskum hermönnum og það gleymdist að slökkva á pottinum.

Nafnið á fyrirtækinu Tralli, svonefnt eftir hundinum sem afi og amma áttu. Gaman af því.

Við væntum þess að geta veitt góða þjónustu með gæða hráefni frá Þorbirni HF úr Grindavík hér er hægt að sjá rekjanleika á fisknum (link)

Með bestu kveðju

Hjördís og Issi

Hér erum við